Lögregla stöðvaði kannabisræktun í Árbænum

Úr umfjöllun Kveiks um kannabis.
 Mynd: Kveikur - RÚV
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði nú í vikunni kannabisræktun í heimahúsi í Árbæ og var lagt hald á tæplega 130 kannabisplöntur sem voru á ýmsum stigum ræktunar.

Við húsleitina lagði lögreglan einnig hald á peninga sem fundust í húsinu og sem grunur leikur á að séu afrakstur fíkniefnasölu. Tveir húsráðendur voru handteknir vegna rannsóknarinnar og játaði annar þeirra aðild að málinu.

Lögregla vill þá minna á upplýsingasíma lögreglu 800 5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál, eða önnur brot sem fólk hefur vitneskju um. Einnig má koma ábendingum um brot á framfæri í einkaskilaboðum á Facebook-síðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
 

Anna Sigríður Einarsdóttir
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi