Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Björn Ingi - U2 og Rolling Stones

Mynd með færslu
 Mynd: Rás 2

Björn Ingi - U2 og Rolling Stones

29.05.2020 - 18:38

Höfundar

Gestur þáttarins að þessu sinni er Björn Ingi Hrafnsson frá Viljanum. Hann mætir með uppáhalds ROKKplötuna sína klukkan 21.00.

Vinur þáttarins sendir lag og óskalagasíminn opnar kl. 20.00 - 5687123.

Plata þáttarins sem við heyrum amk. þrjú lög af er Sticky Fingers með Rolling Stones sem kom út 23. Apríl 1971.

Sticky Fingers þykir ein af betri plötum Rolling Stones og hún er níunda stóra platan sem sveitin sendi frá sér í Bretlandi, ellefta í Bandaríkjunum. Plöturnar sem komu út í Bretlandi voru ekki eins og þær sem komu út í Bandaríkjunum til að byrja með, en svo breyttist það.

Sticky Fingers er fyrsta plata Rolling Stones sem kom út á þeirra eigin vegum, undir merkjum Rolling Stones Records, en sveitin hafði fram til þessa frá 1963 verið samningsbundin Decca útgáfunni.

Þetta er önnur plata Stones þar gítarleikarinn Mick Taylor spilar, en hann tók við af stofnanda sveitarinnar, Brian Jones.

Platan seldist gríðarlega vel þegar hún kom út og það er slatti af smellum og þekktum lögum á henni, t.d. Brown sugar, Dead flowers, Wild horses og Can't you hear me knockin.

Umslagið hannaði sjálfur Andy Warhol. Það sýnir ljósmynd í fullri stærð af karlmannsmiðju í gallabuxum. Og á gallabuxunum er alvöru rennilás. Það er að segja, á upprunalegu útgáfunni. Og ef maður renndi niður sást í nærbuxur. Rennilásinn átti það til að skemma vinylinn og þess vegna var rennilásnum sleppt í endurútgáfum plötunnar, þá var bara mynd af rennilásnum.
Sticky Fingers þykir afturhvarf til fyrri tíma Rolling Stones. Það er lítið um aukahljóðfæri á plötunni eins og þeir höfðu verið að gera tilraunir með á plötunum á undan henni. Liðsmenn hljómsveitarinnar eru allir í aðalhlutverkum; Mick Jagger (söngur, slagverk og gítar), Keith Richards (gítar og raddir), Mick Taylor (gítar), Bill Wyman (bassi), og Charlie Watts (trommur). Þar fyrir utan spila með þeim á plötunni nokkrir góðir og fastir liðsmenn; Bobby Keys (saxófónn), og píanóleikararnir Billy Preston, Jack Nitzsche, Ian Stewart, og Nicky Hopkins.

Miðnes - Einar
Rolling Stones - Bitch (plata þáttarins)
Rock paper Sisters - Restless
EYÞÓR INGI Á LÍNUNNI
QOTSA - Turnin on the sqrew (óskalag)
Ramones - Rockaway beach
Deep Purple - Help
VINUR ÞÁTTARINS
Deep Purple - Hush
SÍMATÍMI
Iron Maiden - Brace new world
Black Sabbath - Iron Man (óskalag)
Rolling Stones - I got the blues (plata þáttarins)
Roxy Music - Out in the fields (óskalag)
Phil Lynott og Gary Moore - Out in the fields (óskalag)
At the Drive in - One armed scissor (óskalag)
Sports Team - Going soft
Jet Black Joe - Fuzz
GESTUR FUZZ - Björn Ingi Hrafnsson
U2 - Pride in the name of love
Björn II
U2 - Angel of Harlem
Björn III
U2 - Love rescue me
Muse - Uprising
The Cadillac Three - Tennesse Mojo (óskalag)
Led Zeppelin - Good times bad times (óskalag)
Rolling Stones - Can't you hear me knockin (plata þáttarins)

Tengdar fréttir

Tónlist

Sólveig Anna - Pixies og Kiss

Tónlist

Birgir Jón - Smashing Pumpkins og Supergrass

Tónlist

Jón Bjarki Bentsson - Tool og Radiohead

Tónlist

Ingó Veðurguð - Rage Against the Machine og Iron Maiden