Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

75 hótelum lokað tímabundið í apríl

Mynd með færslu
 Mynd: Pexels
75 hótelum var lokað í apríl tímabundið en heildarfjöldi greiddra gistinátta í mánuðinum dróst saman um 96 prósent í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hagstofu Íslands.

Hagstofa Íslands greinir frá þessu og segir að ákveðið hafi verið í lok mars að bregðast við samdrætti í gistingu með því að loka 75 hótelum tímabundið í apríl.  

Alls greiddu ferðamenn fyrir nærri 21 þúsund nætur í apríl á gististöðum landsins en þær voru 519 þúsund í apríl í fyrra. Íslendingar voru í miklum meirihluta þeirra sem keypti sér gistingu í apríl síðastliðnum eða 68 prósent.

Inni í tölunum vantar áætlun á gistinóttum erlendra ferðamanna utan heðfbundinnar gistináttaskráningar, það er að segja á Airbnb og svipuðum síðum, í bílum utan tjaldsvæða eða innandyra þar sem ekki er greitt sérstaklega fyrir gistingu. Hagstofan gerir ráð fyrir að hefja áætlun á slíkri gistingu að nýju þegar framkvæmd landamærarannsóknar Ferðamálastofu og Hagstofu Íslands kemst aftur í fyrra horf. 
 

Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV