Nýtt frá Páli Óskari, Stebba Hilmars og Regínu Ósk

Mynd: Páll Óskar / Páll Óskar

Nýtt frá Páli Óskari, Stebba Hilmars og Regínu Ósk

28.05.2020 - 15:48

Höfundar

Það eru gamlir hundar í bransanum sem eru í aðalhlutverki í Undiröldunni að þessu sinni og boðið upp á ný lög frá stuðkallinum Páli Óskari, Stefán í Sálinni og Regínu Ósk sem öll eru senda frá sér sín fyrstu lög í töluverðan tíma.

Páll Óskar - Djöfull er það gott

 

Á föstudag kom út nýtt lag með Páli Óskari sem heitir Djöfull er það gott, og er fyrsta lagið sem Páll Óskar gefur út í þrjú ár. Lagið sömdu þeir Sveinn Marteinn Jónsson sem starfar við tónlist og er búsettur í London og þungarokkinn og leiðsögumaðurinn Egill Örn Rafnsson en Páll Óskar samdi textann sjálfur.

 


Stefán Hilmarsson - Dagur nýr

Tónlistarmaðurinn Stefán Hilmarsson hefur sent frá sér lagið dagur nýr sem hann samdi ásamt syni sínum Birgi. Þórir Úlfarsson stýrði upptökum á laginu, Friðrik Sturluson spilar á bassa, Pétur Valgarð Pétursson á gítar og Regína Ósk söng bakraddir.


Skuggasveinn - After Life

Guðlaugur Bragason kallar sig Skuggasvein þegar hann býr til tónlist en hann vinnur þessa dagana að breiðskífu. Lagið After life verður að finna á henni en lagið er endurgerð af lagi sem kom út í takmörkuðu upplagi á vínyl hjá Reykjavík record shop árið 2018.


Regina Ósk - Fædd til að dansa

Söngkonan Regína Ósk sem hefur verið starfandi söngkona i fjölda ára hefur sent frá sér lagið Fædd til að dansa sem er hennar fyrsta í töluverðan tíma. Regína vill meina að hér byrji nýtt tímabil hjá henni sem hún kýs að kalla dívu og sjálfsástar tímabilið.


Upplyfting - Trú þín og styrkur

Hljómsveitin Upplyfting heldur upp á 40 ára útgáfu afmæli fyrstu plötu sinnar í ár en sú heitir Kveðjustund og þar var þeirra stærsta lag - Traustur vinur. Nú hefur sveitin hent sér í hljóðver aftur og tekið upp lagið Trú þín og styrkur sem þeir segja jákvæð skilaboð til þjóðarinnar.


Örkuml - Aftur

föstudaginn 22. maí, kom út plata með áður óútgefnu efni hljómsveitarinnar Örkuml. Á plötunni eru tíu lög í misjöfnu ástandi tekin upp á árunum 2003 til 2005. Tvö þeirra eru fullkláruð, þ.e. titlilagið Aftur, sem hljómaði títt á öldum ljósvakans sumarið 2003, og Grunnur að engu sem kom út sem singull fyrir um mánuði síðan.


Mosi frændi - Biblíusögur af hafsbotni

Hljómsveitin Mosi frændi sendi frá sér plötuna Aðalfundurinn fyrir skemmstu en sveitin er skipuð æskufélögunum Aðalbirni Þórólfssyni bassaleikara, trommaranum Ármanni Halldórssyni, Birni Gunnlaugsyni á gítar, Gunnari Ólafi Hansson á hljómborð og básúnu, gítarhetjunni Magnúsi J Guðmundssyni og stórsöngvaranaum Sigurði H Pálssyni.


Gyða - Andstæður

Lagið Andstæður er nýjasta útspil frá tónlistarkonunni Gyðu Margréti Kristjánsdóttir sem hefur kosið að ganga undir listamannsnafninu - gyda en lagið Andstæður er hennar sjötta lag sem gefið er út á streymisveitum.