Nissan lokar í Barcelona

28.05.2020 - 09:28
Erlent · Asía · Japan · Spánn · Evrópa
epa08449039 Employees rally outside Nissan's plant (rear) at Zona Franca industrial state after the company announced its plans of shutting down the plant in Barcelona, Spain, 28 May 2020. Nissan reported that it will dismantle Barcelona's facilities affecting up to 30,000 direct and indirect jobs after some 40 years of business.  EPA-EFE/Alejandro García
Starfsmenn Nissan í Barcelona söfnuðust saman þegar þeir fréttu af ákvörðun fyrirtækisins. Mynd: EPA-EFE - EFE
Japanski bílaframleiðandinn Nissan ætlar að loka verksmiðju sinni í Barcelona þrátt fyrir tilraunir spænskra stjórnvalda til að tryggja þar áfram starfsemi.

Þetta sagði Arancha Gonzalez Laya, utanríkisráðherra Spánar, í útvarpsviðtali í morgun. Hún sagðist harma þessa ákvörðun Nissan sem væri ekki einungis að yfirgefa Spán heldur Evrópu til að einbeita sér að Asíumarkaði. Um 3.000 manns hafa starfað hjá Nissan í Barcelona.

Tilkynnt var í morgun að Nissan hefði frá því í fyrra og fram í mars á þessu ári tapað jafnvirði ríflega 850 milljarða króna vegna minni eftirspurnar og áhrifa frá kórónuveirufaraldrinum.

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi