Kári þakkaði Svandísi fyrir nærveru hennar

28.05.2020 - 17:45
Mynd með færslu
 Mynd: Hólmfríður Dagný Friðjónsd - RÚV
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, bauð Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra sérstaklega velkomna á fræðslufund fyrirtækisins um veiruna þegar hann opnaði fundinn. 

„Ég þakka henni fyrir að koma hingað þrátt fyrir að undirrituðum hafi kannski ekki tekist að sitja á strák sínum eins vel og hann hefði átt að gera. Maður eldist og þess konar útreiðar verða erfiðari og erfiðari,“ sagði Kári.  

Ummæli Kára í Kastlósinu á RÚV í gær hafa vakið mikla athygli. Hann sagði að heilbrigðisráðherra hefði sýnt starfsfólki Íslenskrar erfðagreiningar dónaskap. Kvaðst Kári óánægður með að Íslensk erfðagreining hefði ekki átt fulltrúa í verkefnastjórn um opnun landamæra, en verkefnastjórnin skilaði ráðherra skýrslu fyrr í vikunni. Hann kvaðst líka óánægður með að ráðherra hafi ekki minnst á starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar í ræðu sem hún hélt á síðasta upplýsingafundi almannavarna og landlæknis. 
 

Jón Hákon Halldórsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi