Þriðja smitið í röð hjá einstaklingi utan sóttkvíar

27.05.2020 - 13:11
Mynd með færslu
 Mynd: Landspítali/Þorkell Þorkelsso
Eitt nýtt kórónuveirusmit greindist hér á landi síðasta sólarhringinn. Viðkomandi var ekki í sóttkví, en greindist í skimun hjá Íslenskri erfðagreiningu. Þrjú slík tilfelli hafa komið upp síðustu átta daga, en ekki hefur greinst smit hjá veirufræðideild Landspítalans í tvær vikur.

Hin smitin greindust 19. maí og 22. maí. Vegna þessa hefur þeim sem eru í sóttkví fjölgað og eru nú 983 í sóttkví.

Veirufræðideildin prófaði 155 sýni í gær og Íslensk erfðagreining 371 sýni. Þrjú virk smit eru nú í samfélaginu, en 1.792 hafa náð bata.

 
andriyv's picture
Andri Yrkill Valsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi