
Segir skjálftavirkni geta tekið sig upp að nýju
„Það hefur dregið heilmikið úr vikni og jarðskjálftavirknin er kannski heldur meiri en við viljum kalla grunnástand,“ segir Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúrvárvöktunar á Veðurstofunni.
Verulega hefur dregið úr skjálftavirkni á svæðinu síðastliðnar sex vikur og eins hefur dregið úr aflögun af völdum kvikusöfnunar og telst landrisi við Þorbjörn nú lokið í bili. Enn er virkni vestast á Reykjanesskaganum við Sýrfell og er ekki öruggt að öllu sé lokið þar.
Kristín segir ekki ólíklegt að jarðhræringar hefjist á svæðinu á ný.
„Við vitum að svona virkni er hrinukennd og við eru líka svo sem búin að sjá það síðan þetta hófst í lok janúar að þetta gengur í svona smá bylgjum. Þannig að ég býst alveg eins við því að þetta taki sig upp að nýju, þó að það sé hlé á núna.“