Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Hersýning boðuð í Rússlandi í júní

26.05.2020 - 17:03
epa08366724 (FILE) Russian military servicemen march during the  Victory Day parade, marking the 74th anniversary of the victory in the World War II over Nazi Germany, in Red square in Moscow, Russia, 09 May 2019. According to reports on 16 April 2020, Russia postpones the annual Red Square World War Two parade over coronavirus.  EPA-EFE/YURI KOCHETKOV
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur ákveðið að hersýning verði í Moskvu 24. júní til að fagna því að 75 ár eru liðin frá sigri herja bandamanna í síðari heimsstyrjöldinni. Forsetinn tilkynnti þetta í dag. Hann hefur falið Sergei Shoigu varnarmálaráðherra að undirbúa sýninguna.

Til stóð að hersýningin yrði 9. maí, á sigurdeginum sjálfum, en vegna COVID-19 farsóttarinnar var henni frestað. Pútín greindi Sergei Shoigu frá því á fjarfundi í dag að Rússar horfðu fram á bjartari tíma í baráttu við veiruna. Að mati sérfræðinga hefði farsóttin náð hámarki og því ætti að vera óhætt að blása til hátíðarhalda 24. júní, sama dag og hersýning fór fram í Moskvu árið 1945 í tilefni þess að heimsstyrjöldinni var lokið.

 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV