Biden meðal almennings í fyrsta sinn í tíu vikur

Democratic presidential candidate, former Vice President Joe Biden and Jill Biden arrive to place a wreath at the Delaware Memorial Bridge Veterans Memorial Park, Monday, May 25, 2020, in New Castle, Del. (AP Photo/Patrick Semansky)
 Mynd: AP
Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrata í Bandaríkjunum, fór út á meðal fólks í gær í fyrsta sinn í yfir tvo mánuði. Hann hefur haldið sig í sóttkví sökum kórónuveirufaraldursins.

Biden bar svarta grímu fyrir vitunum þegar hann fór með blómsveig að minnismerki um bandaríska hermenn sem hafa fallið á meðan þeir gegna herþjónustu. Dagur til heiðurs þeirra var í Bandaríkjunum í gær.

Biden fór að minnismerki í heimaríki sínu Delaware. Hann sagði gott að komast aðeins að heiman, og bað fólk um að gleyma aldrei þeim fórnum sem þeir karlar og konur sem hafa gegnt herþjónustu hafa fært. 

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi