Á fimmta hundrað létust vegna reyks af gróðureldum

26.05.2020 - 06:33
epaselect epa07990210 The Sydney Opera House is seen as smoke haze from bushfires drifts over Sydney, New South Wales, Australia, 12 November 2019. At least 60 fires are burning across New South Wales, with a fire front of approximately 1,000 kilometers. According to media reports, 200 properties in New South Wales and Queensland have been destroyed since 08 November.  EPA-EFE/PAUL BRAVEN AUSTRALIA AND NEW ZEALAND OUT
 Mynd: EPA
Talið er að 445 hafi látið lífið og yfir fjögur þúsund hafi þurft að leita á sjúkrahús vegna reyks af völdum gróðureldanna í Ástralíu. Reykurinn hafði áhrif á um 80 prósent landsmanna. Þetta kemur fram í úttekt sérfræðinga á vegum ríkisins. 

Gróðureldarnir loguðu í sex fylkjum yfir hálfs árs tímabil síðastliðið sumar í Ástralíu. Fay Johnston, umhverfisheilsusérfræðingu við háskólann í Tasmaníu, segir heilsufarsvandamál af völdum reyks mun meiri heldur en heilsubresti vegna eldanna sjálfra. Alls kostuðu gróðureldarnir heilbrigðiskerfið um tvo milljarða ástralíudali, fjórfalt meira en í næst mesta gróðureldatímabili sögu Ástralíu sumarið 2002 til 2003, hefur Guardian eftir nefndinni. 

Johnston sagði þingnefnd frá því að smáar reykagnir myndi ónæmisviðbragð í líkamanum líkt því þegar líkaminn berst gegn sýkingu. Fólk sem fyrir er með sjúkdóma á borð við astma eða hjartasjúkdóma getur því orðið alvarlega veikt eða látið lífið.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi