
Veiran hugsanlega veiklaðri en í byrjun faraldurs
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra voru gestir á fundinum. Þær þökkuðu Þórólfi Guðnasyni, Víði Reynissyni og Ölmu Möller, kærlega fyrir störf þeirra á meðan faraldurinn gekk yfir og fékk þríeykið blóm í þakklætisskyni.
Vinnuhópur um opnun landamæra skilar niðurstöðum
Á fundinum kom fram að í dag skikar vinnuhópur um opnun landamæra niðurstöðum sínum til sóttvarnalæknis. Hann fer yfir þær og gerir tillögur til heilbrigðisráðherra sem tekur svo ákvörðun á grundvelli þeirra.
Þórólfur sagðist ekki vita til þess að neinir tvíhliða samningar milli landa um opnun landamæra væru í undirbúningi.
Fullyrðingar um mildari áhrif á börn studdar
Alma Möller landlæknir sagði að pörun á gögnum frá smitrakningarteymi og Íslenskri erfðagreiningu benti til þess að fullyrðingar sóttvarnalæknis um áhrif veirunnar á börn ættu sannarlega við rök að styðjast. Börn veiktust síður, þau veiktust minna og þau smituðu aðra síður.