Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefst í dag

25.05.2020 - 07:10
Mynd með færslu
 Mynd: Rúnar Ingi Garðarsson - RÚV
Kosning utan kjörfundar hefst í dag fyrir forsetakosningarnar hér á landi í lok júní. Hægt verður að greiða atkvæði utan kjörfundar í Smáralind og hjá sýslumönnum um allt land, á aðalskrifstofum eða í útibúum þeirra. Kjörstaðir erlendis eru í flestum sendiskrifstofum Íslands. Allir íslenskir ríkisborgarar sem hafa átt lögheimili erlendis skemur en átta ár geta nýtt atkvæðisrétt sinn.

Tveir náðu að skila inn meðmælendalistum áður en frestur til þess rann út; Guðni Th. Jóhannesson sitjandi forseti og Guðmundur Franklín Jónsson. 

Erlendis verða kjörstaðir á öllum sendiskrifstofum Íslands (nema Fastanefnd hjá NATO í Brussel), aðalræðisskrifstofur í New York, Winnipeg, Þórshöfn og Nuuk og hjá kjörræðismönnum.

Útgöngubann og aðstæður sem hafa skapast vegna kórónaveirufaraldurs gætu þó  haft áhrif á hvort að hægt verður að kjósa hjá kjörræðismönnum. Forsetakosningar verða 27. júní.