Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Þríeykið þakkaði fyrir með söng

25.05.2020 - 17:56
Mynd: RÚV / RÚV
Það ríkti gleði í Skógarhlíðinni, þar sem Samhæfingarmiðstöð Almannavarna er til húsa, að loknum síðasta upplýsingafundi Almannavarna og Landlæknis í dag. Rétt áður en fundurinn hófst barst tilkynningu frá Almannavörnum um að neyðarstigi væri aflýst. Það felur í sér breytingar á vinnubrögðum almannavarna.

Þríeykið, Alma Möller landlæknir, Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn, þakkaði samstarfsfólki sinu samstarfið og að lokum sungu allir lagið Ferðumst innanhúss