Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefst á morgun

24.05.2020 - 15:36
Mynd með færslu
 Mynd: Skjáskot - RÚV
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna forsetakjörs 27. júní hefst á morgun við embætti Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, að því er fram kemur í tilkynningu frá sýslumanninum.

Atkvæðagreiðslan fer í fyrstu aðeins fram á 1. hæð í Smáralind, frá 25. maí til og með 14. júní og verður opið alla daga frá klukkan 10:00 til 19:00. Lokað verður sunnudaginn 31. maí og mánudaginn 1. júní.

Frá og með 15. júní til og með 26. júní fer atkvæðagreiðslan fram á þremur stöðum á höfuðborgasvæðinu, á 1. hæð í Smáralind, á 2. hæð í Smáralind og undir stúkunni á Laugardalsvelli. Þar verður opið alla daga frá klukkan 10:00 til 22:00. Þó verður lokað 17. júní.

Á kjördag, laugardaginn 27. júní,  verður eingöngu opið á 1. hæð í Smáralind milli klukkan 10:00 og 17:00 fyrir kjósendur sem eru á kjörskrá utan höfuðborgarsvæðisins.

Guðni Th. Jóhannesson og Guðmundur Franklín Jónsson skiluðu á föstudag til dómsmálaráðuneytis framboðum til forseta.

dagnyhe's picture
Dagný Hulda Erlendsdóttir