Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

„Snýst ekki um að ég vilji ekki beita synjunarvaldi“

24.05.2020 - 12:31
Mynd: Silfrið / RÚV
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, segist ekki telja að sá sem gegni embættinu eigi að gefa út skýrt hámark eða lágmark á fjölda undirskrifta sem þurfi til að forsetinn beiti málskotsréttinum. Það fari eftir efnum og aðstæðum hverju sinni. „Þetta snýst ekki um að ég vilji ekki beita synjunarvaldi.“ Hann segist ekki hafa viljað fela sig á bakvið að forsetinn væri ábyrgðarlaus á stjórnarathöfnum í uppreist æru - málinu. „Ég fann það í sál og sinni að það vildi ég ekki gera.“

Þetta kom fram í Silfrinu í dag þar sem forsetaframbjóðendurnir tveir, Guðmundur Franklín og Guðni Th. Jóhannesson,  ræddu um framboð sitt. Hægt er að horfa á viðtalið í heild í spilaranum hér að ofan.

freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV