Segir Cummings hafa fylgt innsæi sínu sem faðir

24.05.2020 - 17:09
epa08441788 A handout photo made available by n10 Downing street shows Britain's Prime Minister Boris Johnson holding a digital Covid-19 press conference in n10 Downing street in London, Britain, 24 May 2020. British Prime Minister Boris Johnson backed his Special Advisor Dominic Cummings after calls for Cummings' resignation have increased since news broke the Cummings broke lockdown regulations while showing symptoms for Covid-19. Johsnon also announced that primary schools will be reopened from 01 June.  EPA-EFE/ANDREW PARSONS / DOWNING STREET / HANDOUT This image is for Editorial use purposes only. The Image can not be used for advertising or commercial use. The Image can not be altered in any form. Credit should read Andrew Parsons/n10 Downing street. HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
 Mynd: EPA-EFE - DOWNING STREET
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir að Dominic Cummings hafi fylgt innsæi sínu sem faðir þegar hann ferðaðist um 400 kílómetra til Durham frá Lundúnum með fjölskyldu sinni. Cummings og kona hans sýndu bæði einkenni þess að vera með COVID-19 og ráðgjafinn hefur sagt að hann hafi viljað hafa einhvern sem gæti sinnt barni þeirra ef illa færi. Fjölskylda Cummings býr í Durham.

Boris Johnson stýrði hinum daglegum stöðufundi stjórnvalda í dag. Eins og við var búist snerust flestar spurningar um ferðalag Dominic Cummings, aðalráðgjafa forsætisráðherrans.

Nokkrir þingmenn Íhaldsflokksins hafa kallað eftir brottrekstri ráðgjafans og stjórnarandstaðan sakar ráðherra ríkisstjórnarinnar um hræsni; eitt gildi fyrir almenning en annað fyrir Dominic Cummings.  Hann hefur sjálfur sagt að það skipti ekki máli hvernig þetta líti út heldur hvað hafi verið rétta í stöðunni.

Cummings og eiginkona hans keyrðu til Durham í byrjun apríl þegar brýnt var fyrir Bretum að halda sig heima og vera ekki á ferðinni að nauðsynjalausu.  Um svipað leyti lá Boris Johnson á sjúkrahúsi vegna COVID-19. 

Johnson var ekki myrkur í máli í upphafi fundarins í dag; Cummings yrði ekki rekinn. Þvert á móti hefði hann fylgt öllum reglum sem settar voru vegna kórónuveirufaraldursins og hegðun hans hefði verið ábyrg. Hann og eiginkona hans hefðu farið í fjórtán daga einangrun og þannig lagt sitt af mörkum til að hefta útbreiðslu faraldursins.

Johnson vitnaði ítrekað til ákvæðis um að hægt væri að gera undantekningar vegna foreldra sem ættu í erfiðleikum með að sinna barni sínu. „Hann fylgdi innsæi sínu sem faðir “ Breskir fjölmiðlar hafa aftur á móti rifjað upp orð landlæknis Breta frá því í mars um að foreldrar sem gætu ekki reitt sig á aðstoð fjölskyldunnar ættu að leita til sveitarfélags síns.

Þrýst hefur verið á  Johnson að reka ráðgjafa sinn og sá þrýstingur jókst til muna í gærkvöld þegar bresku blöðin Mirror og Guardian birtu frásagnir tveggja vitna sem sögðu Cummings hafa verið meira á ferli en upphaflega var talið.  Johnson gaf lítið fyrir þann fréttaflutning í dag og sagði sumt af því vera beinlínis rangt án þess þó að nefna hvað.

freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi