Ráðist á mann á Selfossi - lögregla lýsir eftir vitnum

24.05.2020 - 18:21
Mynd með færslu
 Mynd: Birgir Þór Harðarson
Ráðist var á mann fyrir utan Lyfju á Selfossi um klukkan 13:00 í dag og lýsir Lögreglan á Suðurlandi eftir vitnum að árásinni. Karlmaður á fertugsaldri var sleginn með einhvers konar áhldi í höfuðið. Hann kinnbeinsbrotnaði. Talið er að gerandinn hafi farið strax í burt í bíl.

Lögregla biður fólk sem hefur upplýsingar um málið um að hafa samband við 112 og biðja um samband við varðstjóra á Selfossi eða með tölvupósti í netfangið [email protected]

dagnyhe's picture
Dagný Hulda Erlendsdóttir
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi