Athugið þessi frétt er meira en 11 mánaða gömul.

Drykkjuskapur og COVID á Paradísareyjum

Mynd: EPA-EFE / EPA

Drykkjuskapur og COVID á Paradísareyjum

24.05.2020 - 08:38

Höfundar

Drykkjuskapur og kórónuveirufaraldurinn hafa lagt efnahag eyríkisins Saó Tóme og Prinsípe í rúst. Börnin drekka meira brennivín en mjólk, að því er segir í nýrri rannsókn en konan sem gerði rannsóknina er hötuð fyrir vikið. Eyjaskeggjar telja að rannsóknin skaði ímynd eyjarinnar sem ferðamannaparadísar.

 

Isabel de Santiago er afar illa liðin á eyjunum vegna rannsóknar hennar á drykkuskap. Niðurstaða hennar var kynnt á dögunum. Þar kemur meðal annars fram að börn drekka mun meira áfengi en mjólk, sem talin er munaðarvara, og vatn er sums staðar af skornum skammti. Margir drekka áfengi til að lina þjáningar enda lyf rándýr. Aðrir drekka til að seðja sárasta hungrið og margir eru einfaldlega háðir stöðugri áfengisneyslu. Drykkjan er afleiðing af fáfræði og fátækt segir Isabel en eyjaskeggjar vilja ekki heyra á vandann minnst. Eyjarnar voru að komast á kortið sem ferðamannaparadís og Lonely Planet setti þær á lista yfir tíu bestu ferðamannastaði veraldar. Efnahagurinn virtist loksins á uppleið þegar heimsfaraldurinn skall á af fullum þunga. Helsta tekjulind þjóðarinnar þornaði upp á einni nóttu. Skýrslan um drykkjuskap íbúanna bætti svo gráu ofan á svart, að mati eyjaskeggja.

Einstök flóra og fána

Saó Tóme og Prinsípe eru tveggja eyja ríki í Gíneuflóa undan strönd Vestur-Afríku. Eyjarnar eru 140 km frá hvor annarri og um 250 kílómetra frá strönd Gabon. Báðar eru hluti af röð eldfjalla. Syðri eyjan, Saó Tóme, er nær nákvæmlega á miðbaug. Náttúran er engu lík og á eyjunum má finna einstaka flóru og fánu. Sannkölluð paradís.

 

epa08432521 People enjoy Carcavelos beach on a sunny day in Oeiras near Lisbon, 19 May 2020. As a way to contain the Covid-19 pandemic, the government decided to extend the calamity situation until the end of May, but according to a resolution of the Council of Ministers of 18 May one of the novelties is related to the access to the beaches, where it is again possible to go to sea. Until now, access to water was only possible for nautical sports practitioners.  EPA-EFE/MIGUEL A. LOPES
 Mynd: EPA-EFE - LUSA

 

Könnunin var kynnt í síðasta mánuði en fyrstu niðurstöður komu fram í janúar eða áður en faraldurinn skall á og ferðaþjónustan hrundi. Þær vöktu heiftarleg viðbrögð og ríkisstjórn landsins hótaði skýrsluhöfundinum málsókn fyrir að skaða orðspor eyjanna. Ríkisstjórnin krafðist þess að Isabel de Santiago sendi öllum íbúum eyjarinnar afsökunarbeiðni og börnunum sérstaklega. Hún hafnaði því alfarið og segist standa við allt sem fram kemur í skýrslunni. Í viðtali við Der Spiegel segist hún hafa fengið fjölda hótunarbréfa og líflátshótanir. Biskupinn, Manuel dos Santos, er einn örfárra sem þorir að tala um áfengisvandann og gerir það reglulega í stólræðum sínum. Hann hefur hins vegar ráðlagt Isabel að halda sig fjarri eyjunum á næstunni. Heiftin sé slík í hennar garð. 

Áfengisvandinn vaxandi í Afríku

Áfengisvandinn er mikill og vaxandi í Afríku en hefur samt lítt verið rannsakaður. Í heiminum öllum er talið að þrjár komma þrjár milljónir deyi árlega úr ofneyslu áfengis og mun fleiri af óbeinum afleiðingum neyslunnar. Í Suður-Afríku eru 60 prósent bílslysa rakin til drykkju bílstjórans. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin segir að áfengisneysla sé vaxandi vandamál í Afríku og að engin neysluvara hafi jafn víðtæk neikvæð áhrif á heilsu fólks og áfengi. Áfengisneysla í Afríku hefur á undanförnum árum aukist fimm sinnum hraðar en heimsmeðaltalið. Sífellt fleiri hafa efni á áfengi en talið er að þriðjungur neyslunnar sé ódýrt og heilsuspillandi heimabrugg.

 

epa08432520 People enjoy Carcavelos beach on a sunny day in Oeiras near Lisbon, 19 May 2020. As a way to contain the Covid-19 pandemic, the government decided to extend the calamity situation until the end of May, but according to a resolution of the Council of Ministers of 18 May one of the novelties is related to the access to the beaches, where it is again possible to go to sea. Until now, access to water was only possible for nautical sports practitioners.  EPA-EFE/MIGUEL A. LOPES
 Mynd: EPA-EFE - LUSA

 

Heimabruggið er allsráðandi á eyjunum Saó Tóme og Prinsípe og selt í glasavís úr kútum á hverju götuhorni, ýmist pálmavín eða cacharamba sem er sterkur drykkur úr sykurreyr. Heimabruggið er drykkur fátæka mannsins. Þeir efnameiri drekka helst ekki og alls ekki heimabrugg. Á eyjunum búa um tvö hundruð þúsund manns og tveir af hverjum þremur búa við mikla fátækt. Helmingur þeirra hefur innan við tvær evrur til að komast í gegnum daginn og heimabruggið er ódýrara en matur eða lyf. Ein aspiríntafla kostar einmitt tvær evrur. Þjóðtrúin segir að áfengi sé allra meina bót og börnum er gefið áfengi við alls kyns kvillum. Auðvitað er neyslan á allra vitorði en íbúarnir vilja ekki heyra á hana minnst. Rannsóknin er sögð árás á þjóðarstoltið og umfjöllun um mæður sem gefa börnum áfengi er sérstaklega viðkvæm. 

Dauðans alvara

Isabel de Santiago segir að stolt eyjamanna sé vissulega mikilvægt en líf og heilsa verði að ganga fyrir. Fólk deyi í stórum stíl vegna áfengisneyslu og börn og ungmenni verði fyrir varanlegum skaða vegna neyslunnar. Sjálf er hún fædd og uppalin á eyjunum en býr og starfar í Portúgal sem lengi réð ríkjum á eyjunum. Hún vonast til að geta komið og haldið rannsóknum sínum áfram í samstarfi við alþjóðlegar hjálparstofnanir. Ljóst er að henni verður ekki tekið opnum örmum í bráð. Biskupinn þekkir vel til vandans en þekkir líka þjóðarsálina vel. Hann hefur ráðlagt Isabel de Santiago að halda sig fjarri eyjunum.