Dauðsföll tengd við Meistaradeildarleik

epa08440764 A general view of the locked gate outside the KOP stand at Liverpool FC Stadium, at Anfield, Liverpool, Britain, 23 May 2020. All matches from the English Premier League are postponed due to the Coronavirus outbreak.  EPA-EFE/PETER POWELL
 Mynd: EPA-EFE - EPA

Dauðsföll tengd við Meistaradeildarleik

24.05.2020 - 13:23
Leikur Liverpool og Atlético Madríd í Meistaradeild Evrópu þann 12.mars síðastliðinn verður sennilega lengi í minnum hafður, það mun þó ekki vera tengt spilamennsku eða úrslitum. Heilbrigðisyfirvöld í Bretlandi telja sig geta rakið 41 andlát af völdum kórónuveirunnar til þessa leiks.

Leikurinn var einn af síðustu stóru íþróttaviðburðunum í Bretlandi áður en öllu var skellt í lás út af heimsfaraldrinum. Í skýrslu NHS, heilbrigðisyfirvalda í Bretlandi, kemur fram að greiningarhópur hafi komist að þeirri niðurstöðu að yfir 40 andlát hafi verið nánast beintengd við þennan leik sem fram fór á heimavelli Liverpool, Anfield. Alls hafa 257 þúsund manns smitast af veirunni á Englandi og 36 þúsund fallið frá.

Leiknum aftur á móti lauk með ævintýralegum sigri Spánarliðsins í framlengingu, Atlétíco sendi þar með Liverpool úr leik í Meistaradeildinni en liðið vann deildina árið áður.

Yfir þrjú þúsund stuðningsmenn Atletíco Madríd ferðuðust til Englands til að berja liðið sitt augum og hefur borgarstjóri Madrídar, Jose Luiz Martínez-Almeida, sagt að það hafi verið mistök að leyfa þeim það.