Hong Kong búar hafa mótmælt nánast hverja helgi frá því í apríl í fyrra. En mótmælin í dag eru fyrstu fjöldamótmælin frá því kórónuveirufaraldurinn braust út. Kveikjan að þeim eru ný lög sem kínverska þingið kynnti og samþykkti drög að á föstudag. Lýðræðissinnar segja að þau marki endalok Hong Kong í núverandi mynd. „Við þurfum halda baráttunni áfram þannig að Peking viti að við gefumst aldrei upp,“ sagði Joshua Wong, 23 ára námsmaður frá Hong Kong sem hefur verið eitt af andlitum mótmælanna út á við. Lögreglan í Hong Kong var með mikinn viðbúnað í dag. Hún beitti táragasi og stórum vantsþrýsti byssum og yfir 100 voru handtekin úr röðum mótmælenda.
Stendur þétt að baki stjórnvöldum í Kína
Nýju lögin er sögðu snúa að öryggismálum í Hong Kong. Samkvæmt þeim er andóf og niðurrifsstarfsemi í garð kínverskra stjórnvalda bönnuð. Þau hafa mætt mikilli andstöðu víðs vegar að, um 200 hátt settir embættismenn frá rúmlega 20 löndum sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem þau eru sögð yfirgripsmikil aðför að réttindum og frelsi. Þessu er Carrie Lam leiðtogi Hong Kong ekki sammála. Hún stendur þétt að baki stjórnvöldum í Kína og segir lögin ekki breyta neinu fyrir frelsi íbúa.