Enskt stórlið lögsækir tölvuleik

epa07393272 Liverpool's Mohamed Salah (L) in action with Manchester United's Marcus Rashford (R)  during the English Premier League soccer match between Manchester United and Liverpool FC held at the Old Trafford in Manchester, Britain, 24 February 2019.  EPA-EFE/PETER POWELL EDITORIAL USE ONLY. No use with unauthorized audio, video, data, fixture lists, club/league logos or 'live' services. Online in-match use limited to 120 images, no video emulation. No use in betting, games or single club/league/player publications
 Mynd: EPA

Enskt stórlið lögsækir tölvuleik

23.05.2020 - 09:21
Enska knattspyrnuliðið Manchester United, eitt það sögufrægasta þar í landi, hefur ákveðið að lögsækja Sports Interactive framleiðendur tölvuleiksins vinsæla Football Manager. Forráðamenn Manchester United vilja meina að þar sé nafn félagsins notað í óþökk þeirra.

Í tölvuleiknum Football Manager tekur einstaklingur við liði að eigin vali og gengur í öll þau störf sem venjulegur knattspyrnuþjálfari gengur í gegnum. Leikurinn hefur notið gríðarlega vinsælda og einungis eitt lið í stóru deildunum sem ekki hefur samþykkt að nafn sitt sé notað í leiknu, en það eru ítölsku risarnir Juventus. 

Nú gæti aftur á móti farið svo að Manchester United bætist við í þann hóp ef marka má nýjustu fregnir. Forráðamenn félagsins virðast hafa nægan frítíma þessa dagana en liðið hefur verið í leiknum án nokkurra athugasemda frá árinu 1992 en þá hét leikurinn Championship Manager.

Í yfirlýsingu frá Sports Interactive fyrirtækinu segir að fyrirtækið hafi fullan rétt á því að nota nafn Manchester liðsins í leiknum en því eru forráðamenn Manchester United ósammála.