Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Yfir 20 þúsund látnir í Brasilíu

epa08434627 A room with patients undergoing COVID-19 treatment at the Gilberto Novaes Municipal Campaign Hospital, in the city of Manaus, Amazonas, Brazil, 20 May 2020. The hospital has two intensive care units, two intermediate care units and 17 wards and is currently at its maximum occupancy.  EPA-EFE/RAPHAEL ALVES
Mikið álag er á sjúkrahúsum víða í Brasilíu vegna COVID-19 farsóttarinnar. Mynd: EPA-EFE - EFE
COVID-19 farsóttin hefur dregið meira en tuttugu þúsund manns til dauða í Brasilíu. Hátt í tólf hundruð létust þar síðastliðinn sólarhring af hennar völdum og hafa aldrei verið fleiri.

Sérfræðingar vara við því að enn kunni að líða nokkrar vikur áður en hámarkinu verður náð. Þeir segja skimun fyrir veirunni vera ónóga og því gefi opinberar ekki rétta mynd af útbreiðslu farsóttarinnar.

Jair Bolsonaro forseti landsins gerir jafnan lítið úr hættunni af að veikjast að COVID-19. Hann leggur hart að stjórnvöldum í ríkjum landsins að aflétta samkomubanni og öðrum ráðstöfunum til að hefta útbreiðslu veirunnar. Jafnframt hvetur hann til þess að fólk verjist sjúkdómnum með því að taka inn lyfið hydroxychloroquine. Það er einkum notað  gegn malaríu. Einnig er það notað við liðagigt, sjúkdómum í stoðvefjum og purpuraveiki. Enn hefur ekki verið sannað að veiti nokkra vörn gegn kórónuveirunni og COVID-19.