Steindi Jr. og JóiPé á nýrri plötu kef LAVÍKur

Mynd: Hlynur Helgi / Alda Music

Steindi Jr. og JóiPé á nýrri plötu kef LAVÍKur

22.05.2020 - 11:22

Höfundar

Í dag kemur út ný þröngskífa hornfirsku hljómsveitarinnar kef LAVÍK, Heim eftir þrjá mánuði í burtu, en þar njóta þeir meðal annars aðstoðar grínistans Steinda Jr. og rapparans JóaPé.

Breiðskífan Blautt heitt langt vont sumar kom út síðasta haust og langt er síðan kef LAVÍK spilaði á tónleikum, en þeir hafa ekki setið auðum höndum í samkomubanni. „Við höfum gefið okkur meiri tíma í hvert og eitt lag, held við höfum eytt jafn miklum tíma í þessi fjögur lög og alla síðustu plötu.“ Titill plötunnar Heim eftir þrjá mánuði í burtu er þó ekki tilvísun í samkomubannið heldur ljóð eftir bandaríska skáldið Robert Lowell.

„Við höfum yfirleitt gert plötur með hálfgerðum söguþræði en ekki hér, við fengum Steinda Jr. til að setja samhengi í lögin. Við setjum hann sem feature í síðasta lagið en hann er í raun í öllum lögunum.“ Þeir segja samstarfið við hann hafa legið beint við. „Við erum náttúrulega miklir trúðar.“ Heim eftir þrjá mánuði í burtu er fyrsta plata kef LAVÍKur sem kemur út undir merkjum Öldu Music og þeir hyggja á tónleikahald í sumar um leið og Almannavarnir leyfa.

Tengdar fréttir

Tónlist

Setja gjallarhorn á breyskleikann og gallana

Tónlist

Kýldur í magann með setningu

Tónlist

Fegurðin í dauðadrukknu unglingapartíi

Popptónlist

Kafað ofan í hyldýpi kolsvartrar karlmennsku