Búið er að loka fyrir aðgengi að Skógafossi þar sem verið er að vinna að lagfæringum stíga. Lokað er vegna öryggis þar sem þyrla er notuð til verksins til að flytja hráefni. Á meðan þyrlan er nýtt við verkið, frá morgni og fram eftir degi er lokað. Opið verður seinni part dags og á kvöldin, að sögn Daníels Freys Jónssonar, sérfræðings í náttúruverndarteymi hjá Umhverfisstofnun.