Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

Lokað við Skógafoss vegna stígagerðar

22.05.2020 - 11:29
Mynd með færslu
 Mynd: wikipedia
Búið er að loka fyrir aðgengi að Skógafossi þar sem verið er að vinna að lagfæringum stíga. Lokað er vegna öryggis þar sem þyrla er notuð til verksins til að flytja hráefni. Á meðan þyrlan er nýtt við verkið, frá morgni og fram eftir degi er lokað. Opið verður seinni part dags og á kvöldin, að sögn Daníels Freys Jónssonar, sérfræðings í náttúruverndarteymi hjá Umhverfisstofnun.

Áætlað er að stígagerðin með þyrlunni taki fjóra til fimm daga. Göngufólki, sem ætlar Fimmvörðuháls, verður hleypt í gegn í hollum í samráði við landverði á staðnum. Landverðir eru á bílastæðum og taka á móti fólki. Göngufólki er svo hleypt af stað þegar færi gefst, til dæmis á meðan tekið er eldsneyti á þyrluna.

Mynd með færslu
Þyrla var einnig nýtt við stígagerð á Esjunni á dögunum og var þessi mynd þá tekin.  Mynd: Eggert Þór Jónsson - RÚV
dagnyhe's picture
Dagný Hulda Erlendsdóttir