Lög um öryggi Hong Kong samþykkt í Kína

22.05.2020 - 05:35
Erlent · Asía · Hong Kong · Kína · Stjórnmál
epa08436742 Hong Kong Chief Executive Carrie Lam (2-L) leaves after the opening session of China's National People's Congress (NPC) at the Great Hall of the People in Beijing, China, 22 May 2020. China held the Chinese People's Political Consultative Conference (CPPCC) on 21 May and will hold the National People's Congress (NPC) on 22 May, after the two major political meetings initially planned to be held in March 2020 were postponed amid the ongoing coronavirus COVID-19 pandemic.  EPA-EFE/Ng Han Guan / POOL
 Mynd: EPA-EFE - AP POOL
Ný löggjöf um öryggismál í Hong Kong var samþykkt án umræðu á kínverska þinginu í morgun. Lýðræðissinnar í Hong Kong hafa þegar boðað til mótmæla vegna þessa. Þeir telja lögin eiga eftir að skerða réttindi íbúa héraðsins.

Samkvæmt lögunum verður andóf og niðurrifsstarfsemi í garð kínverskra stjórnvalda bönnuð. Lögin eiga að stemma stigu við fjölmenn mótmæli á borð við þau sem stóðu yfir í um sjö mánuði í fyrra. 

Í opnunarræðu sjö daga fundarhalda kínverska þingsins í morgun sagði forsætisráðherrann Li Keqiang að stjórnvöld ætli að byggja upp og bæta dómskerfi Hong Kong til þess að efla þjóðaröryggi þar. 

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi