Flugvallarframkvæmdum frestað vegna loðfíla

22.05.2020 - 03:53
epa04504598 A giant mammoth skeleton is on display as part of the 'Giants of the Ice Age' exhibition in Amsterdam, The Netherlands, 26 November 2014. The exhibit features the original skeleton of a woolly mammoth, shown for the first time in
Beinagrind af loðfíl. Mynd: EPA - ANP
Leifar rúmlega sextíu loðfíla uppgötvuðust þegar grafið var fyrirr grunni nýrrar flugstöðvar í Mexíkóborg. Mann- og sagnfræðistofnun Mexíkó, INAH, segir beinin vera um 15 þúsund ára gömul. Deutsche Welle segir þau hafa fundist nærri þeim stað sem flugturn nýju flugstöðvarinnar verður reistur. Fornleifafræðingar hafa unnið að uppgreftri á svæðinu síðan í apríl í fyrra. 

Fyrir þúsundum ára var svæðið vatnasvæði. Eftir að svæðið þornaði upp bjuggu loðfílaveiðimenn til gildrur fyrir þá, sem fornleifafræðingar fundu í fyrra. Beinin eru talin vera af Kólumbíukyni loðfíla. Einnig fundust bein sauðnauta, kameldýra og hesta, auk mannabeina og ýmissa muna. 

INAH segir uppgötvunina ekki eiga að hægja á framkvæmdum við flugvöllinn. Uppgröfturinn hafi haft einhver áhrif, en þó ekki mikil.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi