Allir og amma þeirra gáfu út lög á miðnætti

Mynd með færslu
 Mynd: Spotify

Allir og amma þeirra gáfu út lög á miðnætti

22.05.2020 - 11:33
Nú á miðnætti kom út heill hellingur af nýjum lögum og smáskífum frá íslensku tónlistarfólki. Mánudaginn 25.maí verður samkomubann rýmkað en þá mega 200 manns koma saman. Það styttist því í að almenningur komi saman á tónleikum og heyri þessa ljúfu tóna í lifandi flutningi.

Bríet - Heyrðu mig
Bríet vann lagið með Pálma Ragnari hjá Rok records. Þetta er annað lagið sem Bríet gefur út á árinu en fyrra lagið er Esjan sem er eitt vinsælasta lag í dag á útvarpstöðvum og streymisveitum. Bríet hefur einnig sungið í lögum  hjá öðrum á árinu, hún vann meðal annars með tónlistarmanninum Auður á smáskífunni ljós.

kef LAVÍK - Heim eftir 3 mánuði í burtu
Hljómsveitin kef LAVÍK gaf út fjögurra laga smáskífu á miðnætti. Platan rennur saman í eitt og spilar grínistinn Steindi Jr. stórt hlutverk á henni. 

Daði Freyr - Where We Wanna Be
Daði situr ekki auðum höndum þó Eurovision í ár hafi verið sett á ís. Tónlist hans dreifist víðar um hinn stóra heim með hverjum deginum. Hljómsveitin Hot Chip gerðu remix af laginu Think about things fyrir stuttu. Í gær, fimmtudag, kom svo nýtt lag frá honum þar sem hann syngur á ensku.

Plasticboy & KK - Aftur Kemur Vor
Feðgarnir Kristján Steinn Kristjánsson og Kristján Kristjánsson eða KK leiddu saman hesta sína og gáfu út sumarsmellinn, Aftur komið vor. 

Joey Christ - Píla (feat. Lil Binni)
Joey Christ gaf út lagið Píla, með honum í laginu er Lil Binni eða Brynjar Barkarson sem er annar meðlimur ClubDub. 

Hjaltalín - Year of the Rose
Hljómsveitin Hjaltalín eru á barmi þess að gefa út nýja plötu en platan hefur verið lengi á leiðinni. Síðasta plata sveitarinnar kom út árið 2013 og ber heitið Days of gray. Year of the rose er þó annað lagið sem þau gefa út á þessu ári en í vetur kom út lagið Needles and Pins. Aðdáendur sveitarinnar þurfa ekki að bíða lengi eftir næsta skammti því platan frá Hjaltalín er væntanleg í sumar. 

dirb og Kött Grá Pjé - Kattarkvæði
Kött Grá Pjé og dirb gáfu út lagið Kattarkvæði nú á miðnætti. Kött Grá Pjé er mikill kattarmaður ef marka má samfélagsmiðla hans, og auðvitað rapparanafnið. 

Tengdar fréttir

Popptónlist

Uppstigningarsprenging í útgáfu á íslenskri tónlist