Tryggvi krefst launa út kjörtímabilið

21.05.2020 - 17:28
Mynd með færslu
 Mynd: Jóhannes Jónsson - RÚV
Tryggvi Harðarson, fyrrverandi sveitarstjóri Reykhólahrepps, hefur gert kröfu um að fá greidd laun út kjörtímabilið eða til júní 2022 en honum var sagt upp störfum um miðjan apríl. Tryggvi hafði gegnt starfi sveitarstjóra frá september 2018. Bæjarins besta greinir frá þessu.

Hann fær samkvæmt ráðningasamningi greiddan uppsagnarfrest í þrjá mánuði. Sveitarstjórn tók erindið fyrir á fundi sínum í gær. Ingibjörg Birna Erlendsdóttir, sem tekið hefur við starfi sveitarstjóra, segir í samtali við BB, að sveitarstjórn hafi tekið erindið fyrir á fundi sínum í gær. Ekki hafi verið fallist á körfu Tryggva.

Ingimar Ingimarsson, varaoddviti sveitarstjórnar, taldi uppsögn Tryggva ólögmæta. Rökstyðja þyrfti ákvörðunina samkvæmt stjórnsýslulögum og veita Tryggva andmælarétt. Meirihlut sveitarstjórnar var því ekki sammála. Ráðningin hefið verið pólitísk og uppsögnin einnig. Því þyrfti ekki að rökstyðja hana frekar. Þá ætti andmælaréttur ekki við því Tryggvi hafi ekki verið sakaður um brot í starfi.