Segist hafa snúið baki við hryðjuverkum og bin Laden

21.05.2020 - 07:45
epa000418718 These undated booking mug shots from the Sherburne County, Minnesota, sheriff's office show Zacarias Moussaoui, a French citizen of Moroccan descent. Moussaoui, the first person convicted in a US court over the 9/11 terror attacks, is facing the death penalty after admitting his part in the plot. Moussaoui pleaded guilty last night Friday 22 April 2005 to conspiring with the hijackers and declared terror chief Osama bin Laden personally instructed him to fly an airliner into the White House in a separate assault.  EPA/SHERBURNE COUNTY SHERIFFS OFFICE  EDITORIAL USE ONLY
 Mynd: EPA
Zacarias Moussaoui, eini maðurinn sem var sakfelldur fyrir hryðjuverkaárásirnar í Bandaríkjunum 11. september 2001, segist hafa snúið baki við hryðjuverkum, al-Kaída og samtökunum sem kenna sig við íslamskt ríki. Hann afplánar nú lífstíðardóm í alríkisfangelsi í Colorado. 

Saksóknarar sögðu hann hafa getað komið í veg fyrir árásirnar á Tvíburaturnana í New York og Pentagon í Washington. Hann var yfirheyrður af bandarísku alríkislögreglunni, FBI, í ágúst árið 2001. Þá laug hann til um þekkingu sína á al-Kaída. 

Moussaoui skrifaði bréf sem var lagt fyrir dómstól í Alexandria í síðasta mánuði. Þar skrifaði hann að hann hafnaði Osama bin Laden, og lýsti andstöðu gegn öllum hryðjuverkum, árásum og áróðri gegn Bandaríkjunum. Jafnframt vildi hann vara unga múslima við blekkingum þeirra sem þykjast há heilagt stríð. 

Þegar Moussaoui var sakfelldur árið 2006 kvað við annan tón. Þar bað hann guð um að bjarga Osama bin Landen, hæddist að fórnarlömbum og sýndi sigurmerki með fingrunum eftir að ákveðið var að dæma hann í lífstíðarfangelsi fremur en að dæma hann til dauða. 

Bréfið skrifaði Moussaoui til þess að vonast eftir betri aðstæðum í fangelsinu. Eins hefur hann óskað eftir því að annað hvort Rudy Giuliani eða Alan Dershowitz taki að sér að verða lögmenn hans, svo hann geti borið vitni í einkamáli sem fórnarlömb árásanna 2001 hafa höfðað.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV