HM í sundi frestað um ár

epa08047280 Anton Sveinn McKee of Iceland competes in the Men's 200m Breaststroke Final at the LEN European Short Course Swimming Championships 2019 in Glasgow, Scotland, Britain, 5th December 2019.  EPA-EFE/ROBERT PERRY
 Mynd: EPA

HM í sundi frestað um ár

21.05.2020 - 15:30
Alþjóðasundsambandið, FINA, hefur frestað heimsmeistaramótinu í sundi í 25 metra laug um eitt ár. Mótið átti að fara fram í Abu Dhabi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í desember en frestast fram í desember 2021.

Mótinu er frestað vegna þeirrar óvissu sem útbreiðsla COVID-19 hefur valdið á heimsvísu. Ákvörðunin er tekin í samráði við yfirvöld í Abu Dhabi. Mótið mun nú fara fram dagana 13.-18. desember 2021.

„Við höfum unnið náið með yfirvöldum Furstadæmanna síðustu vikur og finnst þetta besta niðurstaðan fyrir alla sem taka þátt í mótinu,“ er haft eftir Julio Maglione, forseta FINA í tilkynningu sambandsins.