Halda áfram leit að skipverja

21.05.2020 - 11:39
Mynd með færslu
 Mynd: Rúnar Snær Reynisson - RÚV
Félagar úr Björgunarsveitinni Vopna og slysavarnafélaginu Sjöfn leita í dag að skipverja sem saknað hefur verið frá því á mánudag. Maðurinn var á skipi sem kom til hafnar á Vopnafirði á mánudag en þá kom í ljós að hann var horfinn. Hlé hefur staðið yfir síðan þá þegar veður og myrkur hafa ekki hamlað leit.

Leit að horfna skipverjanum hófst á ný í morgun og á að fara tvisvar yfir leitarsvæðið í dag. Það takmarkast af Tangasporði og Sandvík. 25 björgunarsveitarmenn taka þátt í leitinni. Björgunarskipið Sveinbjörn Sveinsson tekur þátt í leitinni auk slöngubáts og sjóþota. Jafnframt verða fjörur gengnar. 

Veðurspá er góð.