Venesúela vill fá andvirði gullforða síns

20.05.2020 - 06:58
epa00573710 (FILE) The undated picture shows gold bars in the safe of the German Federal Bank in Frankfurt Main, Germany. Designated Federal Finance Minister Peer Steinbrueck (SPD) plans to mobilise a part of the holdings of gold. Steinbrueck stated on
 Mynd: EPA - DPA
Seðlabanki Venesúela sendi í síðustu viku lögformlega kröfu til enska seðlabankans um að leysa út gullforða Venesúela í bankanum. Hann er um eins milljarð bandaríkjadala virði, eða um 140 milljarða króna. Yfirvöld í Venesúela segjast þurfa nauðsynlega á forðanum að halda vegna kórónuveirufaraldursins.

Venesúela sætir þungum viðskiptaþvingunum af hálfu Bandaríkjanna. Ríkið ákvað því fyrir nokkrum vikum að andvirði gullforðans yrði millifært á Sameinuðu þjóðirnar, þangað sem Venesúela gæti nálgast það. Nú hefur ríkið lagt fram lögformleg skjöl til enska seðlabankans um að millifærslan verði að fara fljótt í gegn svo ríkið hafi efni á nauðsynjum á borð við mat og lyf. 

Fremur fá tilfelli hafa verið skráð í Venesúela, eða rúmlega 600 talsins. Tíu eru látnir af völdum COVID-19 þar í landi samkvæmt opinberum tölum. 

Sala á gullforða Venesúela hefur haldið lífi í efnahag ríkisins undir stjórn Nicolas Maduro. Nú krefst ríkið þess að andvirði forðans verði millifært á þróunarverkefni Sameinuðu þjóðanna, þaðan sem hægt verður að nýta það til að kaupa læknavörur og lyf. 

Enski seðlabankinn vildi ekki tjá sig um málið að sögn BBC. Málið gæti endað í lagaflækju, því bresk stjórnvöld viðurkenna ekki stjórn Maduros .Eins óttast þau að heilbrigðiskerfi Venesúela ráði einfaldlega ekki við faraldurinn. 

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi