Uppsagnir boðaðar hjá Rolls Royce

20.05.2020 - 08:13
epa08432946 (FILE) - A visitor walks past a Trent XWB engine at the Rolls Royce pavilion during the first day of the Dubai Airshow 2019 at Al Maktoum International Airport in Jebel Ali, Dubai, United Arab Emirates, 17 November 2019 (reissued 20 May 2020). Rolls-Royce announced its plan to cut 9,000 jobs as the coronavirus crisis took a heavy toll on the aviation industry.  EPA-EFE/ALI HAIDER
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Um níu þúsund manns  eða um 17 prósent starfsmanna verður sagt upp hjá breska fyrirtækinu Rolls Royce. Greint var frá þessu í morgun.

Að sögn forsvarsmanna kann nokkrum verksmiðjum einnig að verða lokað svo fyrirtækið geti lagað sig að minni markaði í flugi eftir kórónuveirufaraldurinn. Um 52.000 manns hafa starfað hjá Rolls Royce sem smíðar hreyfla í flugvélar fyrir Boeing og Airbus.

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV