Tom Moore verður aðlaður

20.05.2020 - 04:32
Erlent · Bretland · COVID-19 · Evrópa
epaselect epa08365727 99-year-old British veteran Captain Tom Moore (C) completes the 100th length of his back garden in Marston Moretaine, Bedfordshire, Britain, 16 April, 2020. Captain Tom Moore has raised over £12 million for Britain?s National Health Service (NHS) and has received donations to his fundraising challenge from around the world.  EPA-EFE/VICKIE FLORES
Tom Moore í síðustu göngu sinni í morgun. Mynd: EPA-EFE - EPA
Breska ríkisstjórnin tilkynnti í gær að fyrrverandi hermaðurinn Tom Moore verði aðlaður. Hinn 100 ára gamli Moore safnaði 32,8 milljónum sterlingspunda til breska heilbrigðiskerfisins, NHS, með því að ganga um garðinn sinn.

Moore ætlaði að ganga 100 hringi um garðinn sinn áður en hann yrði tíræður. Hann safnaði áheitum á hópfjármögnunarsíðu, þar sem hann vonaðist eftir að fá þúsund pund handa NHS, jafnvirði um 175 þúsund króna. Moore varð fljótt að breskri hvunndagshetju, og náði hann markmiði sínu fljótt. Svo fór á endanum að áheitin urðu jafnvirði nærri 5,8 milljarða króna. 

Moore varð 100 ára 30. apríl. Breskar herflugvélar flugu yfir heimili hans honum til heiðurs á afmælisdaginn, og honum bárust yfir 140 þúsund afmæliskort. Breski herinn sæmdi hann jafnframt heiðurs-ofursta nafnbót. Moore gegndi stöðu verkfræðings á Indlandi og í Mjanmar í síðari heimsstyrjöldinni.

Moore verður því á næstunni sæmdur riddaratign af Elísabetu II drottningu, sem færir honu msæmdartitilinn Sir.