Þúsundir í vanda eftir að stíflugarðar brustu

20.05.2020 - 08:37
People help each other travel from one home to another using an inflatable raft on Oakridge Road on Wixom Lake, Tuesday, May 19, 2020 in Beaverton, Mich. People living along two mid-Michigan lakes and parts of a river have been evacuated following several days of heavy rain that produced flooding and put pressure on dams in the area. (Katy Kildee/Midland Daily News via AP)
Víða er mikill vatnselgur í Midlandsýslu í Michigan. Mynd: ASSOCIATED PRESS - Midland Daily News
Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Midland-sýslu í Michiganríki í Bandaríkjunum eftir að tveir stíflugarðar brustu þar eftir mikla úrkomu.  Um 10.000 manns hefur verið gert að yfirgefa heimili sín.

Ekki er vitað um manntjón, en vatnavextir eru miklir og búist við mikilli vatnshæð á götum í bænum Midland þar sem búa ríflega 40.000 manns.

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV