Ljóst að mikið bar í milli

20.05.2020 - 18:53
Mynd: Kristinn Þeyr Magnússon / RÚV
„Við höfum lagt okkur öll fram og samninganefndirnar hafa lagt hart að sér en það var ljóst að það bar mikið í milli og ólík sýn samingsaðila þannig að við komumst ekki lengra,“ segir Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjara um stöðu í kjaraviðræðum Flugfreyjufélagsins og Icelandair. Upp úr viðræðunum slitnaði í dag. 

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir að um lokatilraun hafi verið að ræða. Aðalsteinn segist hafa lögbundna skyldu til þess að boða samningsaðila á fund eftir tvær vikur 

Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, starfandi formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir að tilboðið, sem samninganefnd Flugfreyjufélags Íslands, hafnaði á samningafundi með Icelandair í dag, hafi verið sett fram sem afarkostir.