Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Leit verður haldið áfram á morgun

20.05.2020 - 18:10
Mynd með færslu
 Mynd: Jón Helgason - RÚV
Leit hefur verið hætt í dag að skipverjanum sem saknað er af fiskiskipi frá Vopnafirði. Hjalti Bergmar Axelsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Austurlandi, segir veður fara versnandi í Vopnafirði og talsverður sjógangur vegna vinds. 

Fimm leitarhópar hafa verið að störfum í dag, ýmist á sjó eða landi. Gengnar hafa verið fjörur frá Tangasporði að Sandvík auk þess sem leitað hefur verið í sandfjörum í Sandvík.

Í dag sinntu björgunarsveitin Vopni og slysavarnafélagið Sjöfn leitinni. Notast varvið slöngubát, sjóþotur og fjörur gengnar. Til stendur að leita aftur á morgun og sú leit verður skipulögð í fyrramálið.

 

Jón Hákon Halldórsson
Fréttastofa RÚV