Kínverjar fjárfesta í flugfélaginu Norwegian

20.05.2020 - 14:46
epa04012466 A plane of Norwegian airline 'Norwegian' from New York attempts to land at the Airport of Oslo, Norway, 08 January 2014. According to reports, 'Norwegian' has recently experienced technical diffiulties related to their new Dreamliner aircrafts of Boeing.  EPA/CORNELIUS POPPE NORWAY OUT
 Mynd: EPA - NTB Scanpix
Kínverska ríkið hefur keypt um það bil fjögur hundruð þúsund hluti í norska lággjaldaflugfélaginu Norwegian. Ríkisfyrirtækið BOC Aviation er skráð fyrir kaupunum. Með þeim eignast Kínverjar 12,67 prósenta hlut í flugfélaginu, að því er kemur fram í tilkynningu þess til kauphallarinnar í Ósló í dag.

Jafnframt tilkynntu stjórnendur Norwegian í dag að félagið hefði uppfyllt skilyrði norskra stjórnvalda um ríkisábyrgð fyrir þriggja milljarða króna láni, jafnvirði 43 milljarða íslenskra króna.