Þúsundir flýja fellibylinn Amphan

19.05.2020 - 08:08
epa08431147 Dense rain clouds gather in the sky as Cyclone Amphan gathers strength in the Bay of Bengal; in Kolkata, India, 19 May 2020. The Odisha government and Bengal government are considering the mass evacuation in vulnerable areas as Super Cyclone Amphan is due to make landfall in the next 36 hours.  EPA-EFE/PIYAL ADHIKARY
Óveðursský yfir Kolkata á Indlandi í morgun. Mynd: EPA-EFE - EPA
Verið er að flytja þúsundir manna frá strandhéruðum á austanverðu Indlandi og í Bangladess vegna fellibylsins Amphan sem var kominn inn yfir Bengalflóa í gærkvöld.

Búist er við að hann fari inn yfir land á morgun í fylkjunum Odisha og Vestur-Bengal. Þar er húsnæði sem notað hefur verið sem sóttkví í kórónuveirufaraldrinum nú notað sem neyðarskýli fyrir íbúa sem þurft hafa að yfirgefa heimili sín.

Fólki hefur einnig verið komið fyrir í skólum og öðrum opinberum byggingum. Talið er að Amphan kunni að verða öflugasti fellibylur á þessum slóðum í meira en áratug. 

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV