Athugið þessi frétt er meira en 11 mánaða gömul.

Sveitir Haftars hörfa

19.05.2020 - 09:16
Erlent · Afríka · Líbía
epa07494417 Militants, reportedly from the Misrata militia, loyal to the UN-backed unity government, take position in Tripoli, Libya, 09 April 2019. Commander of the Libyan National Army (LNA) Khalifa Haftar on 04 April ordered Libyan forces loyal to him to take the capital Tripoli, held by a UN-backed unity government, sparking fears of further escalation in the country. The UN said thousands had fled the fighting in Tripoli, while ministry of health reported 25 people, including civilians, were killed in the fighting.  EPA-EFE/STRINGER
Vígi stjórnarliða í Trípólí. Mynd: EPA-EFE - EPA
Sveitir líbíska stríðsherrans Khalifa Haftar hurfu með lið sitt frá hverfum í útjaðri höfuðborgarinnar Trípólí í nótt, en þar hefur nánast verið pattstaða í bardögum milli þeirra og sveita alþjóðlega viðurkenndrar stjórnar í Líbíu undanfarna mánuði.

Tilkynnt var í gær að stjórnarliðar hefðu náð á sitt vald al-Watiya-flugvellinum í vesturhluta landsins, en þaðan hafa sveitir haftar flogi til loftárása á bækistöðvar þeirra í Trípólí og annars staðar í vestanverðu landinu. 

Fathi Bashagha, innanríkisráðherra stjórnarinnar í Trípólí, segir að það sé mikið áfall fyrir Haftar að missa flugvöllinn og gera nánast að engu möguleika hans á að leggja Líbíu undir sig.

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV