Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Smit í Brasilíu orðin fleiri en í Bretlandi

epa08310757 A handout picture made available by the Presidency of Brazil shows Brazilian President Jair Bolsonaro during a press conference in Brasilia, Brazil, 20 March 2020. Bolsonaro insisted that the Brazilian economy cannot be paralyzed by the measures adopted by regional and municipal governments to stop the advance of the coronavirus and asked that regional leaders think of the country as a whole.  EPA-EFE/Isac Nobrega / HANDOUT  HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu. Mynd: EPA-EFE - Presidency of Brazil
COVID-19 smitum fjölgar enn í Brasilíu og er landið nú í þriðja sæti yfir flest smit í heiminum. Rúmlega 255 þúsund Brasilíumenn hafa greinst smitaðir og tekur landið þar með fram úr Bretlandi. Hvergi eru smit fleiri nema í Rússlandi og Bandaríkjunum.

Útbreiðsla veirunnar hefur verið hröð í Brasilíu en fyrir þremur dögum var landið í sjötta sæti yfir fjölda smita. Andlát eru tæplega sautján þúsund. Fleiri hafa látið lífið í fimm öðrum löndum. Næst fyrir ofan Brasilíu eru Spánverjar með um tíu þúsund fleiri andlát. Sérfræðingar hafa hins vegar haft orð á því að ónóg sýnataka valdi því að opinberar tölur gefi skakka mynd af hinu raunverulega ástandi. 

Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, hefur borið veiruna saman við litla flensu og hvatt til þess að Brasilíumenn hefji störf sín að nýju til þess að koma í veg fyrir efnahagshrun. Héruð hafa hins vegar kallað eftir því að fólk haldi sig heima og stundi samskiptafjarlægð. Hæstiréttur landsins hefur stutt þá afstöðu og veitt héröðum úrslitavald í þeim efnum. 

Leitar að þriðja heilbrigðisráðherranum frá upphafi faraldurs

Bolsonaro leitar nú að sínum þriðja heilbrigðisráðherra frá því faraldurinn hófst. Þann fyrsta rak hann eftir opinberar deilur um sóttvarnaraðgerðir. Sá seinni, Nelson Teich sagði af sér í síðustu viku eftir að hafa verið í embætti í minna en mánuð. Hermt er að það sé vegna ítrekaðrar kröfu Bolsonaro um að nota malaríulyfið hydroxychloroquine í baráttunni við veiruna. Skiptar skoðanir eru um lyfið og notagildi þess í baráttunni við COVID-19 ósönnuð.