Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Jennifer Garner þvær þvott með Daða

Mynd með færslu
 Mynd: Instagram

Jennifer Garner þvær þvott með Daða

19.05.2020 - 08:57

Höfundar

Hollywood leikkonan Jennifer Garner er ein þeirra sem Daði og Gagnamagnið hafa heillað upp úr skónun en hún deildi skemmtilegu myndbandi af sér taka Daðadansinn svokallaða.

Hróður Daða og Gagnamagnsins heldur áfram að berast út um allan heim og nú var það Hollywood leikkonan Jennifer Garner sem tók Daðadansinn á meðan hún henti í nokkrar þvottavélar, drakk rauðvín, klappaði ketti og svo framvegis. 

Ljóst er að um gríðarlega kynningu er um að ræða fyrir Daða en leikkonan er með rúmlega 9 milljónir fylgjenda á Instagram síðu sinni. Fylgjendur leikkonunnar hafa tekið vel í myndbandið og þar á meðal aðrar stjórstjörnur eins og Ariana Grande sem sagði að myndband Garner fengi sig til að brosa. 

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

I don’t know why I thought you needed this. : “Think About Things” @dadimakesmusic

A post shared by Jennifer Garner (@jennifer.garner) on