Halda leit að skipverja áfram á morgun

19.05.2020 - 00:46
Mynd með færslu
 Mynd: Jón Helgason - RÚV
Komið er myrkur og hefur leit því verið hætt að skipverja sem saknað er af fiskiskipi á Vopnafirði. Leit hefst að nýju á morgun.

Mannsins hefur verið saknað síðan um tvö leytið í dag og stóð leit fram undir miðnætti. Björgunarsveitir á Vopnafirði og víðar af Austfjörðum tóku þátt í leitinni. Fimm kafarar frá Landhelgisgæslunni komu einnig austur með þyrlu en samkvæmt nýjustu upplýsingum fréttastofu hefur ekki reynst þörf á þeim. 

Jón Sigurðarson í svæðisstjórn björgunarsveitarinnar sagði í samtali við fréttastofu fyrr í kvöld að ekki sé vitað hvað gerðist, annað en að mannsins sé saknað.

elsamd's picture
Elsa María Guðlaugs Drífudóttir