Fundu manninn rænulausan á miðhæð hússins

19.05.2020 - 19:45
Innlent · Akureyri · Eldur
Mynd: Ágúst Ólafsson / Ágúst Ólafsson
Einn var fluttur alvarlega slasaður á bráðadeild Sjúkrahússins á Akureyri eftir að eldur kom upp í einu elsta íbúðarhúsi Akureyrar. Reykkafarar fundu hann rænulausan á miðhæð hússins. Ekki er vitað um líðan hans að svo stöddu. Tvö hús voru rýmd og íbúar í næsta nágrenni voru beðnir um að loka gluggum.

Fréttin var uppfærð klukkan 21:07

Allt tiltækt lið slökkviliðsins var kallað út á áttunda tímanum í kvöld eftir að nágranni tilkynnti að reykur bærist frá húsinu. Slökkviliðið náði tökum á eldinum eftir nærri tveggja tíma starf.

Mikinn reyk lagði frá húsinu og yfir allan innbæinn.  Íbúi á Akureyri segir í samtali við fréttastofu að reykjarbræla væri í bænum. Húsið, sem er þriggja hæða  timburhús. var byggt 1905 og er því eitt elsta íbúðarhús bæjarins. 

Ólíklegt er að hægt verði að hefja rannsókn á eldsvoðanum fyrr en á morgun en ekkert liggur fyrir um eldsupptök.

 

Fréttin verður uppfærð.

Mynd: Ágúst Ólafsson / Ágúst Ólafsson
Bruni í íbúðarhúsnæði á Hafnarstræti á Akureyri
 Mynd: Ágúst Ólafsson
Bruni í íbúðarhúsnæði á Hafnarstræti á Akureyri
 Mynd: Ágúst Ólafsson
solveigk's picture
Sólveig Klara Ragnarsdóttir
Fréttastofa RÚV
freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV