Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

Vinnufundum flugfreyja og Icelandair lokið

18.05.2020 - 01:12
Samninganefnd Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair funda hjá ríkissáttasemjara.
 Mynd: Haukur Holm
Óformlegum vinnufundum Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair lauk nú rétt fyrir eitt. Nýr fundur hefur ekki verið boðaður. Aðalsteinn Leifsson, Ríkissáttasemjari, segir í samtali við fréttastofu að staðan verði metin á morgun og framhaldið þá ákveðið.

Fundirnir höfðu staðið í um fjórtán tíma, síðan klukkan 11 í morgun.

Icelandair leggur kapp á að ná samningum áður en kemur til hluthafafundar fyrirtækisins næsta föstudag. Þar verður ákveðið hvort verður farið í hlutabréfaútboð, þar sem á að reyna að safna nýju hlutafé fyrir 29 milljarða króna.