Það er kúl að hlýða

Mynd: RÚV / RÚV

Það er kúl að hlýða

18.05.2020 - 15:16

Höfundar

Rapplagið Það er kúl að hlýða með þeim Önnu Maríu og Marínó vakti verðskuldaða athygli í þættinum Eurovision-gleði - Okkar 12 stig en þar reyna þau að vera góðar fyrirmyndir fyrir börn. Lagið kom fyrir í grínatriði sem sýnt var í þættinum.

Björk Guðmundsdóttir og Pálmi Freyr Hauksson leika Önnu Maríu og Marínó sem flytja lagið Það er kúl að hlýða. Það fjallar að mestu leyti um hvernig börn eiga að haga sér. Tilgangur lagsins er að skapa góðar fyrirmyndir fyrir börn sem klæðast venjulegum fötum, haga sér vel og fara snemma að sofa. Þessir þriggja barna foreldrar segja að oft hafi verið flókið að útvega búning á öskudaginn. Þeir séu dýrir og því ekki hlaupið að því að leyfa börnunum að herma eftir sínum uppáhalds Eurovision-flytjendum. Í atriðinu segjast þau vonast til þess að lagið verði framlag Íslands í Eurovision á næsta ári. 

Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni hér.

Tengdar fréttir

Popptónlist

„Fimm Daðar er samt ekki nóg“

Tónlist

Eurovision-gleði - Okkar 12 stig