Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Nýr samningafundur flugfreyja og Icelandair í dag

18.05.2020 - 12:14
Mynd með færslu
 Mynd: Haukur Holm
Boðað hefur verið til nýs samningafundar Icelandair og Flugfreyjufélagsins eftir hádegi. Tólf tíma fundi þeirra í gær lauk laust eftir miðnætti. 

Samningafundur flugfreyja og Icelandair hefst klukkan 2, en nú eru réttir fjórir sólarhringar fram að hluthafafundi Icelandair, þar sem ákveðið verður hvort ráðist verður í nýtt hlutabréfaútboð þar sem safna þarf nýju hlutafé fyrir 29 milljarða króna.

Stjórnendur Icelandair segja að forsendur þess að ráðist verði í nýtt hlutafjárútboð sé að búið verði að semja við alla starfsmenn fyrirtækisins. Búið er að semja við flugmenn og flugvirkja en viðræður við flugfreyjur hafa gengið erfiðlega, flugfreyjur segja að tilboð Icelandair jafngildi 40 prósenta kjaraskerðingu.

Annar samningafundur er á dagskrá ríkissáttasemjara í dag. Klukkan hálf 2 hittast samninganefndir hjúkrunarfræðinga og ríkisins.