Nítján létust í Svíþjóð af völdum COVID-19

18.05.2020 - 14:53
epa08410702 People enjoy a fairly warm spring day in Ralambshovsparken park in central Stockholm, Sweden, 08 May 2020.  EPA-EFE/Henrik Montgomery SWEDEN OUT
Viðbúnaður yfirvalda í Svíþjóð vegna kórónuveirunnar hefur verið minni en víða annars staðar. Mynd: EPA-EFE - TT
Nítján dóu síðastliðinn sólarhring í Svíþjóð af völdum COVID-19. Alls hefur sjúkdómuinn kostað 3.698 lífið frá því að farsóttin skall í mars. Það eru að meðaltali sjötíu á sólarhring, að því er Anders Tenell sóttvarnalæknir greindi frá á stöðufundi í Stokkhólmi í dag. Rúmlega þrjátíu þúsund kórónuveirusmit hafa verið greind.

Í apríl í ár dóu fleiri í Svíþjóð en í nokkrum öðrum mánuði frá árunu 1993. Þeir voru tæplega tíu þúsund og fimm hundruð að sögn sænsku hagstofunnar SCB. Í vikum sextán til nítján voru dauðsföll yfir meðallagi í öllum lénum landsins að Vesturbotni frátöldum.

 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV