Leita skipverja af fiskiskipi - kafarar sendir austur

18.05.2020 - 19:14
Mynd með færslu
 Mynd: Landhelgisgæslan
Björgunarsveitin Vopni á Vopnafirði auk björgunarskips leita nú skipverja sem saknað er af fiskiskipi. Fimm kafarar eru á leið norður með þyrlu Landhelgisgæslunnar til að aðstoða við leitina.

Fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi að borist hafi tilkynning um að skipverja væri saknað eftir að skipið kom til hafnar í Vopnafirði um tvö leyti í dag. Í framhaldinu hafi leit hafist og hún standi enn. Ganga á fjörur en lögreglan segist ekki geta veitt frekari upplýsingar.

freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV